Dansaði fyrir Usain Bolt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. september 2011 09:45 Keníumaðurinn Ezekiel Kemboi fagnaði sigri sínum í 3000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu vel og innilega. Kemboi sigldi fram úr keppinautum sínum á lokahringnum og tryggði sér gullið. Kemboi, sem hafði gott forskot á lokakaflanum, hægði vel á sér og virtist ætla að njóta augnabliksins til hins ýtrasta. Þegar sigurinn var í höfn reif hann sig úr treyju sinni, tók skemmtilegan dans fyrir áhorfendur áður en hann fleygði treyjunni til fólksins í stúkunni. „Ég dansaði fyrir vin minn Usain Bolt en líka fyrir fólkið í Suður-Kóreu sem er mjög vingjarnlegt. Ég upplifði það þegar ég fór í gönguferð um borgina (Daegu). Ég vildi endurgjalda þeim vinsemdina og skemmta þeim," sagði Kemboi við blaðamenn. Kemboi, sem varði heimsmeistaratitil sinn í hindrunarhlaupinu, er ólíkur öðrum kenískum hlaupurum. Hann þurfti ekki að ferðast langa vegalegnd í skólann á tveimur jafnfljótum sem barn og var fyrst og fremst knattspyrnumaður fram á táningsár. Hann vann til sinna fyrstu verðlauna á Samveldisleikunum árið 2002 þegar hann fékk silfurverðlaun. Honum þótti svo mikið til leikanna koma að hann skýrði son sinn í höfuðið á gestgjöfum leikanna, Manchester. Kemboi stefnir á að verja gullverðlaun sín á HM í Moskvu árið 2013. Kemboi, sem er 29 ára, hefur þó áform um að hætta að keppa í hindrunarhlaupi í framhaldinu og gerast maraþonhlaupari. Erlendar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Keníumaðurinn Ezekiel Kemboi fagnaði sigri sínum í 3000 metra hindrunarhlaupi á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Suður-Kóreu vel og innilega. Kemboi sigldi fram úr keppinautum sínum á lokahringnum og tryggði sér gullið. Kemboi, sem hafði gott forskot á lokakaflanum, hægði vel á sér og virtist ætla að njóta augnabliksins til hins ýtrasta. Þegar sigurinn var í höfn reif hann sig úr treyju sinni, tók skemmtilegan dans fyrir áhorfendur áður en hann fleygði treyjunni til fólksins í stúkunni. „Ég dansaði fyrir vin minn Usain Bolt en líka fyrir fólkið í Suður-Kóreu sem er mjög vingjarnlegt. Ég upplifði það þegar ég fór í gönguferð um borgina (Daegu). Ég vildi endurgjalda þeim vinsemdina og skemmta þeim," sagði Kemboi við blaðamenn. Kemboi, sem varði heimsmeistaratitil sinn í hindrunarhlaupinu, er ólíkur öðrum kenískum hlaupurum. Hann þurfti ekki að ferðast langa vegalegnd í skólann á tveimur jafnfljótum sem barn og var fyrst og fremst knattspyrnumaður fram á táningsár. Hann vann til sinna fyrstu verðlauna á Samveldisleikunum árið 2002 þegar hann fékk silfurverðlaun. Honum þótti svo mikið til leikanna koma að hann skýrði son sinn í höfuðið á gestgjöfum leikanna, Manchester. Kemboi stefnir á að verja gullverðlaun sín á HM í Moskvu árið 2013. Kemboi, sem er 29 ára, hefur þó áform um að hætta að keppa í hindrunarhlaupi í framhaldinu og gerast maraþonhlaupari.
Erlendar Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira