Serbinn Novak Djokovic hefur verið í rosalegu formi á þessu tímabili og sigurinn á opna bandaríska meistaramótinu í tennis á mánudaginn var þriðji sigur hans á risamóti á þessu ári. Djokovic hefur líka hagnast gríðarlega á allri þessari velgengni.
Novak Djokovic hefur nú unnið 64 leiki af 66 á þessu tímabili og er búinn að vinna sér inn 10.6 milljónir dollara á árinu 2011 eða einn milljarð og 243 milljónir íslenskra króna. Djokovic setti með þessu nýtt met í verðlaunafé á ATP-mótaröðinni.
Spánverjinn Rafael Nadal og Svisslendingurinn Roger Federer átti metið en þeir náðu því á sínum tíma að vinna sér inn 10,2 milljónir dollara, Nadal árið 2010 en Federer fyrir fjórum árum síðan.
Djokovic vann sér inn 280 milljónir íslenskra króna fyrir sigurinn á opna bandaríska mótinu í New York. Hann fékk 220 milljónir króna frá mótshöldurum og svo 60 milljónir í bónusgreiðslur.
Djokovic búinn að vinna sér inn meira en 1,2 milljarða á tímabilinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti

Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn


Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn


„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
