Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Barcelona og Real Madrid beri höfuð og herðar yfir önnur lið í Evrópu.
Keppni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld og segir Wenger að það sé verði hlutverk allra annarra liða að elta spænsku stórveldin.
„Deildarkeppnin hjá okkur í Englandi er orðin erfiðari en hún var áður. Og fyrir utan allt annað er fjárhagur Barcelona og Real Madrid afar sterkur,“ sagði Wenger en Arsenal hefur átt fremur erfitt uppdráttar í upphafi tímabilsins.
„Þetta er ný byrjun fyrir okkur vegna þess að við erum með nýjan leikmannahóp. Það er í húfi hjá okkur nú er að sýna öllum öðrum að við séum nægilega góðir til að komast áfram upp úr riðlakeppninni.“
„Það er allt of snemmt að bera okkur saman við spænsku liðin og mér finnst líka of snemmt að bera Manchester City saman við Barcelona. Þar með er ég ekki að gera lítið úr City en staðreyndi er sú að margir í liði Börsunga eru heimsmeistarar auk þess sem að liðið vann Meistaradeildina tvívegis á síðustu þremur tímabilum.“
Wenger: Allir að elta Real og Barca
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn


Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1



„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Sendu Houston enn á ný í háttinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1