Serbinn, Novak Djokovic, sigraði Rafael Nadal frá Spáni í úrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis sem lauk í gærkvöldi. Úrslitin fóru fram á Flushing Meadows vellinum í New York.
Djokovic hafði ákveðið frumkvæði í byrjun leiksins og vann fyrstu tvö settin 6-2 og 6-4. En þriðja settið var æsispennandi. Þar var jafnt á öllum tölum og vann Nadal í bráðabana 7-6. Mögnuð tilþrif sáust í þriðja settinu og var mikil orka farinn úr þeim báðum eftir baráttuna.
Þriðja settið stóð yfir í 90 mínútur. Djokovic vann fyrir meiðslum í baki og þurfti að taka leikhlé þar sem hann fékk aðstoð frá lækni. Þegar leið á fjórða settið var komið að Nadal að verða fyrir skakkaföllum en hann var farinn að fá krampa í löppina og þá var eftirleikurinn ekki erfiður fyrir Serbann.
Djokovic sigraði því fjórða settið 6-1 og náði loks að sigra opna bandaríska meistaramótið. Þessir kappar áttust við í úrslitum fyrir einu ári síðan og þá hafði Nadal betur. Djokovic er efstur á heimslistanum og Nadal er á eftir honum í öðru sæti.

