Hinn 26 ára gamli Alexander Galimov, síðasti leikmaður rússneska íshokkíliðsins Lokomotiv Jaroslavl, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag.
Á miðvikudaginn síðastliðinn fórst flugvél rétt utan rússnesku borgarinnar Jaroslavl með íshokkílið borgarinnar um borð. Allir leikmenn og starfsmenn liðsins létust samstundis, nema Galimov og einn meðlimur áhafnarinnar.
Galimov var með slæm brunasár á 90 prósentum líkamans og lést á sjúkrahúsi í Rússlandi í morgun. Hann var einn af fáum leikmönnum liðsins sem er fæddur og uppalinn í borginni og gekk upp í gegnum allra yngri flokka félagsins.
Um 100 þúsund manns voru viðstödd minningarathöfn um hina látnu í Jaroslavl á laugardaginn. Forsætisráðherra Rússlands, Vladimir Putin, var einnig viðstaddur.
Alexander Sizov, starfsmaður í áhöfn flugvélarinnar, er nú sá eini sem lifði slysið af en hann var fluttur af gjörgæsludeild í morgun.
Þá hafa fjölmiðlar ytra greint frá því að móðir eins leikmannsins, Sergei Ostapchukhs, lést af völdum hjartaáfalls eftir að hafa heyrt af láti sonar síns.
Síðasti leikmaður rússneska íshokkíliðsins lést af sárum sínum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




Guardiola hótar að hætta
Enski boltinn



Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika
Íslenski boltinn

Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd
Fótbolti


Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld
Enski boltinn