Sport

Sam Stosur vann opna bandaríska meistaramótið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Samantha Stosur smellir hér einum kossi á bikarinn.
Samantha Stosur smellir hér einum kossi á bikarinn. Mynd. / AP
Ástralska tenniskonan Samantha Stosur vann í gær sitt fyrsta stórmót þegar hún sigraði Serena Williams í úrslitum á opna bandaríska meistaramótinu.

Stosur sem er níunda á heimslistanum sýndi frábæra takta þegar hún sigraði Williams. Serena Williams hafði unnið mótið þrívegis fyrir viðureignina í gær og hafði reynsluna með sér í liði.

Stosur sigraði í tveimur settum 6-2 og 6-3 en viðureignin stóð yfir í eina klukkustund og þrettán mínútur á Flushing Meadows vellinum í New York.

„Þetta er besta frammistaðan mín á ferlinum,“ sagði Stosur eftir að hún hafði sigrað mótið.

„Alveg frá því að ég byrjaði að spila tennis hefur það verið draumurinn minn að vinna þetta mót, ég veit varla hvernig ég á að haga mér“.

Þessi 27 ára tennishetja er fyrsta konan frá Ástralíu sem sigra á opna bandaríska meistaramótinu frá árinu 1973 þegar Margaret Court vann mótið.

Fyrir viðureignina var Stosur ekki talinn sigurstrangleg, en hún hafði aðeins einu sinni áður komist í úrslit á stórmóti. Serena Williams hafði aftur á móti unnið 13 stórmót á ferlinu.

 



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×