„Þetta er mjög góð tilfinning og virkilega góður leikur hjá FH í kvöld,“ sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn í kvöld.
„Við létum KR-ingana heldur betur hafa fyrir hlutunum í kvöld og fengum fullt af fínum færum. Við vorum í raun klaufar að ná ekki að skora þetta þriðja mark og drepa leikinn".
„KR-ingar náðu síðan að minnka muninn í síðari hálfleik og fengu við það smá blóðbragð í muninn, en sem betur fer náðum við að sigla þessu heim. Það fór ekkert mikið um mig þarna í lokin, við vorum búnir að gera nóg til að vinna þennan leik. Gunnleifur varði aftur á móti meistaralega í lokin og gulltryggði sigurinn fyrir okkur“.
Heimir: Sem betur fer náðum við að sigla þessu heim
Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
