Chelsea gerði jafntefli á Spáni en Arsenal vann - öll úrslit kvöldsins Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. september 2011 16:07 Juan Mata sækir gegn sínum gömlu félögum í Valencia í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Chelsea og Valencia gerðu í kvöld 1-1 jafntefli í Meistaradeild Evrópu en Arsenal vann kærkominn sigur á Olympiakos á heimavelli sínum, 2-1. Barcelona og AC Milan unnu bæði þægilega sigra í H-riðli en Þýskalandsmeistarar Dortmund lentu í miklum vandræðum í Frakklandi þar sem liðið steinlá fyrir Marseille, 3-0. Fyrri hálfleikur Chelsea og Valencia olli vonbrigðum en bæði lið fengu þó bæði sín færi. Chelsea byrjaði svo mun betur í síðari hálfleik og var það aðeins markverðinum Diego Alves að þakka að Chelsea komst ekki yfir. Alves varði glæsilega í tvígang frá Fernando Torres sem og Ramires. En hann gat þó ekki komið í veg fyrir hnitmiðað skot Frank Lampard sem kom Chelsea yfir á 56. mínútu eftir fyrirgjöf Florent Malouda. Valencia sótti í sig veðrið eftir þetta og uppskáru sanngjarnt jöfnunarmark þegar að hendi var dæmd á varamanninn Salomon Kalou, sem var þá nýkominn inn á fyrir Frank Lampard. Roberto Soldado skoraði úr vítspyrnunni. Nicolas Anelka fékk svo dauðafæri til að tryggja Chelsea sigurinn en enn og aftur var markvörður Valencia, Diego Alves, vel á verði. Þegar dómari leiksins, Nicola Rizzoli frá Ítalíu, flautaði leikinn af voru leikmenn Chelsea afar ósáttir þar sem þeir áttu þá eftir að taka aukaspyrnu á vallarhelmingi Valencia. Fengu þeir Juan Mata, sem var að spila á sínum gamla heimavelli í kvöld, og Ashley Cole að líta gula spjaldið fyrir mótmæli sín. Arsenal vann nauman sigur á Olympiakos frá Grikklandi en öll mörk leiksins komu í fyrri hálfleik. Alex Oxlade-Chamberlain kom liðinu yfir í upphafi leiks en André Santos tvöfaldaði forystuna stuttu síðar. Grikkirnir létu þó líka mikið að sér kveða en Mikel Arteta náði að verja á marklínu Arsenal í stöðunni 1-0. Þeir náðu svo að minnka muninn með marki David Fuster á 27. mínútu eftir slakan varnarleik hjá heimamönnum. Bæði lið héldu áfram að sækja eftir þetta en ekki urðu mörkin fleiri. Síðari hálfleikur reyndist ekki eins fjörlegur og var Arsene Wenger, stjóra Arsenal sem var í banni í kvöld, greinilega létt í leikslok. Zlatan Ibrahimovic lék með AC Milan á ný eftir meiðsli í kvöld og skoraði ásamt Antonio Cassano í 2-0 sigri á Viktoria Plzen. Þá fóru Börsungar hamförum í Hvíta-Rússlandi með 5-0 sigri á BATE Borisov þar sem Lionel Messi skoraði tvö mörk.Úrslit og markaskorarar kvöldsins:E-riðill:Valencia - Chelsea 1-1 0-1 Frank Lampard (56.), 1-1 Roberto Soldado, víti (87.).Bayer Leverkusen - Genk 2-0 1-0 Lars Bender (30.), 2-0 Michael Ballack (91.).F-riðill:Arsenal - Olympiacos 2-1 1-0 Alex Oxlade-Chamberlain (8.), 2-0 André Santos (20.), 2-1 David Fuster (27.).Marseille - Dortmund 3-0 1-0 André Ayew (20.), 2-0 Loïc Rémy (62.), 3-0 André Ayew, víti (69.).G-riðill:Zenit - Porto 3-1 0-1 James Rodriguez (10.), 1-1 Roman Shirokov (20.), 2-1 Roman Shirokov (63.), 3-1 Danny (72.).Shakhtar Donetsk - Apoel Nicosia 1-1 1-0 Ivan Trickovski (61.), 2-0 Jadson (64.)H-riðill:Bate Borisov - Barcelona 0-2 0-1 Aleksandr Volodko, sjálfsmark (19.), 0-2 Pedro (22.), 0-3 Lionel Messi (38.), 0-4 Lionel Messi (55.), 0-5 David Villa (90.).AC Milan - Viktoria Plzen 2-0 1-0 Zlatan Ibrahimovic, víti (53.), 2-0 Antonio Cassano (66.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu