Umfjöllun: Kennslustund í knattspyrnu á Akureyri Hjalti Þór Hreinsson á Þórsvelli skrifar 28. september 2011 15:31 Rakel Hönnudóttr. Mynd/Stefán Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Eitt besta félagslið heims sýndi hvernig á að spila fótbolta þegar það vann öruggan sigur á Þór/KA í 32-liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu á Akureyri í dag. Lokatölur voru 0-6 fyrir Potsdam. Turbine Potsdam er með eitt allra besta félagslið heims. Það vann þýska meistaratitilinn þriðja árið í röð í vor og hefur alls orðið þýskur meistari fimm sinnum frá og með árinu 2004. Það varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum en tapaði í úrslitaleiknum í fyrra. Liðið vann Val samtals 19-2 í Evrópukeppninni árið 2005. Þrátt fyrir að vera töluvert lakari á pappírunum margfrægu létu Akureyrarstelpur vel fyrir sér finna. Þær tækluðu strax um allan völl og létu gestina finna fyrir íslenskri gestrisni. Potsdam náðu þó fljótlega undirtökunum og komst yfir með slysalegu sjálfsmarki. Arna Sif Ásgrímsdóttir sparkaði þá boltanum í eigið mark eftir fyrirgjöf. Skömmu síðar skoraði heimsmeistarinn Yuki Nagasato eftir stungusendingu og staðan orðin 2-0 eftir 14 mínútur. Þrátt fyrir það opnaðist ekki fyrir neinar flóðgáttir en Helena Jónsdóttir varði nokkrum sinnum frábærlega í markinu. Helena er aðeins 18 ára en var örugg í öllum sínum aðgerðum og varði oft mjög vel, við erfiðar aðstæður. Völlurinn var rennandi blautur og erfitt að fóta sig. Þór/KA fékk tvö ágæt færi, Mateja Zver og Sandra María Jessen skutu báðar yfir úr svipuðu færi, aðþrengdar. Staðan í hálfleik var 0-2 fyrir Potsdam, verðskulduð staða. Seinni hálfleikur var ekki gamall þegar leikmenn Potsdam fengu alltof mikinn tíma í teignum og eftir einfalda sendingu skoraði Yuki aftur, nú af stuttu færi. Yuki innsiglaði svo þrennu sína en þá var farið að draga verulega af Þór/KA. Þær eru ekki vanar að spila svona hraðan leik og Potsdam keyrði yfir þær á lokakaflanum. Fimmta markið var einfalt, það skoraði Peter Babett af stuttu færi eftir fyrirgjöf og Anonma Genoveva potaði svo boltanum í markið þegar hún komst ein gegn Helenu. Staðan orðin 0-6. Leikurinn fjaraði svo út án frekari marka, en Potsdam fékk fleiri færi til að bæta við mörkum. Lið Potsdam spilaði virkilega vel á milli sín, hreyfingar án bolta voru frábærar og leikskilningurinn mikill. Þór/KA barðist virkilega vel en eðlilega dró af liðinu þegar leið á. Það á litla möguleika á að komast áfram en seinni leikurinn er ytra í næstu viku.Þór/KA 0-6 Turbine Potsdam 0-1 Arna Sif Ásgrímsdóttir - Sjálfsmark(11.) 0-2 Yuki Nagasato (14.) 0-3 Yuki Nagasato (50.) 0-4 Yuki Nagasato (56.) 0-5 Peter Babett (74.) 0-6 Anonma Genoveva (76.)Skot (á mark): 7-22 (3-13)Varin skot: Helena 7 – 0 Berger/Maher 3Horn: 0-10Aukaspyrnur fengnar: 8-8Rangstöður: 0-1Áhorfendur: 530 Hér fyrir neðan birtust sjálfkrafa allar helstu upplýsingar um framvindu leiksins sem og leikmannahópa liðanna.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira