Dramatík á Old Trafford - City og Ajax töpuðu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. september 2011 17:33 Kolbeinn Sigþórsson. Nordic Photos / Getty Images Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Kolbeinn Sigþórsson lék allan leikinn fyrir Ajax sem tapaði fyrir Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Manchester-liðin United og City lentu í miklum vandræðum í sínum leikjum. Manchester United gerði óvænt 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum á meðan að City tapaði fyrir Bayern München í Þýskalandi, 2-0. Kolbeinn lék í fremstu víglínu með Ajax en fékk eðlilega úr litlu að moða. Þeir hollensku áttu þó nokkrar ágætar rispur í upphafi leiksins og Kolbeinn átti skot að marki snemma leiks sem fór yfir. Fljótlega eftir það tóku Madrídingar öll völd í leiknum. Cristiano Ronaldo kom þeim yfir eftir glæsilega sókn um miðbik hálfleiksins og Kaka fylgdi á eftir stuttu síðar með laglegu skoti. Karim Benzema gerði svo út um leikinn í upphafi seinni hálfleiks og gerðist lítið í leiknum eftir það. Ajax fékk ágætt færi þegar að fyrirliðinn og varnarmaðurinn Jan Verthongen átti skalla að marki eftir aukaspyrnu Christian Eriksen. Iker Casillas varði hins vegar vel frá honum. Danny Welbeck kom United í 2-0 forystu snemma leiks á Old Trafford með tveimur mörkum á tveimur mínútum og virtist sem svo að United myndi vinna öruggan sigur. Basel tók hins vegar leikinn í sínar hendur í seinni hálfleik og skoraði þá þrjú mörk í röð. Sannarlega ótrúlegur viðsnúningur en það verður að segjast að varnarleikur Manchester United virkaði alls ekki sannfærandi í kvöld. Ashley Young bjargaði stigi fyrir United með skallamarki á 90. mínútu og Welbeck átti hættulegan skalla að marki í uppbótartíma sem fór þó hárfínt fram hjá marki Basel. Mario Gomez skoraði bæði mörk Bayern gegn City í kvöld en þeir þýsku höfðu talsverða yfirburði í leiknum og virðast ógnarsterkir. Úrslit og marakskorara má sjá hér fyrir neðan:A-riðill:Bayern München - Manchester City 2-0 1-0 Mario Gomez (38.), 2-0 Mario Gomez (45.).Napoli - Villarreal 2-0 1-0 Marek Hamšík (14.), 2-0 Edinson Cavani, víti (17.).B-riðill:CSKA Moskva - Inter 2-3 0-1 Lúcio (6.), 0-2 Giampaolo Pazzini (23.), 1-2 Alan Dzagoev (48.), 2-2 Vágner Love (77.), 2-3 Mauro Zárate (78.).Trabzonspor - Lille 1-1 0-1 Moussa Sow (31.), 1-1 Gustavo Colman (75.).C-riðill:Manchester United - Basel 3-3 1-0 Danny Welbeck (16.), 2-0 Danny Welbeck (17.), 2-1 Fabian Frei (58.), 2-2 Alexander Frei (60.), 2-3 Alexander Frei (76.), 3-3 Ashley Young (90.).Otelul Galati - Benfica 0-1 0-1 Bruno César (40).D-riðill:Lyon - Dinamo Zagreb 2-0 1-0 Bafetimbi Gomis (23.), 2-0 Bakari Koné (42.).Real Madrid - Ajax 3-0 1-0 Cristiano Ronaldo (25.), 2-0 Kaká (41.), 3-0 Karim Benzema (49.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira