Inter vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið lagði Bologna á útivelli 3-1 í Serie A. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn knattspyrnustjórans Claudio Ranieri sem tók við liðinu í vikunni.
Giampalo Pazzini, sem gekk til liðs við Inter frá Sampdoria fyrir tímabilið, kom Inter yfir á 39. mínútu og Mílanó-liðið leiddi í hálfleik. Pazzini spilaði við hlið Diego Forlan í framlínu gestanna.
Alessandro Diamanti jafnaði metin úr vítaspyrnu á 66. mínútu en Diego Milito kom gestunum yfir með marki á 81. mínútu, einnig úr vítaspyrnu. Brasilíumaðurinn Lucio tryggði sigur Inter með marki á 87. mínútu.
Fín byrjun hjá Inter undir stjórn Ranieri sem tók við af Gian Piero Gasperini í vikunni.
