NBA-deildin tilkynnti það í dag að hún hafi þurft að flauta af æfingarbúðirnar hjá NBA-félögunum í ár vegna verkfallsins sem er enn í fullum gangi.
Æfingarbúðirnar áttu að byrja 3. október en þar sem ekkert er að gerast í samningamálum eigenda og leikmannasamtakanna er verkfallið þegar byrjað að hafa mikil áhrif á undirbúningstímabil NBA-félaganna.
NBA-deildin gerði reyndar gott betur en að fella niður æfingabúðirnar því forráðamenn hennar frestuðu líka undirbúningsleikjunum sem áttu að fara fram 9. til 15. október næstkomandi.
„Við höfum því miður náð þeim tímapunkti að við getum ekki lengur opnað æfingarbúðir félaganna á réttum tíma og þá þurfum við að aflýsa fyrstu vikunni á undirbúningstímabilinu. Við munum koma með fleiri tilkynningar síðar," sagði Adam Silver vara-framkvæmdastjóri NBA-deildarinnar.
Búið að aflýsa æfingabúðunum fyrir komandi NBA-tímabil
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“
Íslenski boltinn


Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi
Enski boltinn






Fleiri fréttir
