Leikstjórnandi Philadelphia Eagles, Michael Vick, var mættur á æfingu í gær. Aðeins fjórum dögum eftir að hann fékk heilahristing í leik.
Eagles á erfiðan leik gegn NY Giants um helgina og liðið þarf sárlega á Vick að halda. Allt bendir til þess að hann muni spila leikinn.
Vick hefur sjálfur stefnt á að spila leikinn og miðað við ástand hans í gær er allt í góðu.
Vick mætti á æfingu fjórum dögum eftir að hafa fengið heilahristing
Henry Birgir Gunnarsson skrifar
