Gamla brýnið Marcus Camby er í vondum málum eftir að hann var tekinn með kannabisefni í fórum sínum í Houston.
Camby var að keyra í Porsche-bílnum sínum er lögreglan stöðvaði hann. Við leit í bílnum fundust kannabisefnin.
Körfuboltastjarnan var einnig tekinn með kannabis árið 1997. Hann er 37 ára gamall og lék með Portland Trailblazers í NBA-deildinni á síðustu leiktíð.
