Claudio Ranieri fékk enn eitt risastarfið í fótboltanum í dag er hann var ráðinn þjálfari Inter í stað Gian Piero Gasperini sem fékk að taka pokann sinn eftir aðeins nokkra leiki.
"Inter frábært lið sem hefur byrjað leiktíðina illa. Ég mun ræða við strákana í liðinu til að finna út hvað sé að. Ég mun þurfa að koma með góðan anda til þess að vekja leikmenn liðsins. Það býr mikið í þessu liði og mitt hlutverk er að ná því besta fram," sagði Ranieri.
Síðustu störf Ranieri voru hjá JUventus og Roma og hann hrökklaðist úr þeim báðum. Engu að síður er hann alltaf eftirsóttur.
Ranieri ráðinn þjálfari Inter
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti


„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

„Þær eru stærri en við erum drullusterkar“
Körfubolti

Þorleifur snýr heim í Breiðablik
Íslenski boltinn

Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar
Formúla 1
