Þjálfaraferill Gian Piero Gasperini hjá Inter var stuttur því hann var í morgun rekinn frá félaginu. Inter hefur gengið hörmulega í upphafi leiktíðar.
Gasperini tók við liðinu af Leonardo í sumar og náði ekki að vinna leik með Inter. Fyrst tapaði liðið gegn AC Milan í leiknum um Ofurbikarinn. Inter lá svo fyrir Palermo og gerði markalaust jafntefli gegn Roma.
Í Meistaradeildinni í síðustu viku tapaði Inter gegn Trabzonspor og í gær lá liðið fyrir nýliðum í ítölsku deildinni. Það var kornið sem fyllti mælinn.
