King segir hættu á mestu kreppu allra tíma 7. október 2011 07:55 Mynd/AP Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Í ræðu sinni sagði hann að hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna hefði verið snúið á haus á síðustu þremur mánuðum og að heimurinn sé nú breyttur. King gekk svo langt að segja að ástandið gæti orðið enn verra en í kreppunni miklu á fjórða áratugi síðustu aldar. Þess vegna væri hver ákvörðun í baráttunni gegn kreppu gríðarlega mikilvæg. Matsfyrirtækið Moodys lækkaði í nótt lánshæfi tólf breskra banka og býst fyrirtækið við því að bankarnir þurfi enn meiri stuðning frá stjórnvöldum. Royal Bank of Scotland, RBS var lækkaður um tvö stig og stórbankinn Lloyds lækkaði um eitt stig. Bankarnir eru nú metnir með einkunninni Aa3. Fréttirnar urðu þess valdandi að hlutabréf í bönkunum lækkuðu töluvert og svo dæmi sé tekið hafa bréf í RBS lækkað um fimm prósent. Moodys lækkaði einnig níu portúgalska banka í nótt. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Englandsbanka Mervyn King segir að Bretar gætu lent í klónum á verstu fjármálakreppu allra tíma. Þessi orð lét hann falla þegar hann færði rök fyrir þeirri ákvörðun sinni í gær að dæla 75 milljörðum punda, eða tæpum þrettán þúsund milljörðum íslenskra króna inn í breskt hagkerfi. Í ræðu sinni sagði hann að hagkerfum Evrópu og Bandaríkjanna hefði verið snúið á haus á síðustu þremur mánuðum og að heimurinn sé nú breyttur. King gekk svo langt að segja að ástandið gæti orðið enn verra en í kreppunni miklu á fjórða áratugi síðustu aldar. Þess vegna væri hver ákvörðun í baráttunni gegn kreppu gríðarlega mikilvæg. Matsfyrirtækið Moodys lækkaði í nótt lánshæfi tólf breskra banka og býst fyrirtækið við því að bankarnir þurfi enn meiri stuðning frá stjórnvöldum. Royal Bank of Scotland, RBS var lækkaður um tvö stig og stórbankinn Lloyds lækkaði um eitt stig. Bankarnir eru nú metnir með einkunninni Aa3. Fréttirnar urðu þess valdandi að hlutabréf í bönkunum lækkuðu töluvert og svo dæmi sé tekið hafa bréf í RBS lækkað um fimm prósent. Moodys lækkaði einnig níu portúgalska banka í nótt.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira