„Þetta var óþarfa dramatík í lokin því mér fannst við vera komnir með sigurinn í hendurnar," sagði Sigurður Eggertsson , leikmaður Fram, eftir sigurinn í dag.
Fram vann fínan sigur á Haukum 23-22 að Ásvöllum í dag, en liðið hefur nú sigrað bæði Hafnafjarðarliðin á tímabilinu.
„Fínt að vera komnir mér fjögur stig frá Hafnafirðinum eftir tvær umferðir, en ég þoli samt ekki að spila hér á Ásvöllum. Vörnin small saman í síðari hálfleik og það lagði gruninn af þessum sigri".
Sigurður Eggertsson: Þoli ekki að spila á Ásvöllum
Stefán Árni Pálsson skrifar