„Það er mjög svekkjandi að tapa með einu marki á heimavelli," sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, eftir leikinn í dag.
Fram sigraði Hauka 23-22 á Ásvöllum í dag en Haukar fengu tækifæri til að jafna metinn í blálokin.
„Við vissum alveg fyrirfram að þetta yrði erfiður leikur þar sem Framarar eru með frábært lið og góðan mannskap. Við spiluðum alveg ágætlega í byrjun leiksins og í raun allan fyrri hálfleikinn, en fyrsta korterið af síðari hálfleiknum varð okkur algerlega að falli".
