Sport

Murray bar sigur úr býtum á opna tælenska meistaramótinu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Andy Murray.
Andy Murray. Mynd/Nordic Photos/Getty
Breski tenniskappinn Andy Murray gjörsigraði Donald Young í úrslitum opna tælenska meistaramótsins sem lauk nú um helgina.

Murray sigraði Young í tveimur settum, 6-2 og 6-0 og var sigurinn aldrei í hættu, en þetta var þriðja mótið sem Murray vinnur á tímabilinu.

Það tók Murray aðeins 47 mínútur að leggja Young af velli en tennisleikir geta farið yfir 5 klukkustundir ef um jafnan leik er að ræða.

„Ég gerði nánast enginn mistök," sagði Murray eftir sigurinn.

„Ég notfærði mér öll hans mistök og færði mér það í nyt. Þetta var frábær leikur að minni hálfu".

„Þetta var án efa mín besta frammistaða í mótinu," sagði Murray sem vann sitt 19. mót á ferlinum um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×