Lánshæfismatsfyrirtækið Moody's lækkaði í morgun lánshæfiseinkunn Spánar. Í rökstuðningi fyrir ákvörðuninni segir að mesta áhyggjumálið sé mikið atvinnuleysi og hratt lækkandi húsnæðisverð, sem komi sér einkar illa fyrir veikburða fjármálakerfi landsins. Húsnæðisverð hefur lækkað um 5% á einu ári.
Ákvörðun Moody's kom í kjölfar lækkunar Fitch á lánshæfiseinkunn landsins.
Mestu erfiðleikar landsins snúa að háu atvinnuleysi, en það mælist nú 21%. Á meðal fólks á aldrinu 16 til 24 ára er atvinnuleysið yfir 35%.
Stjórnvöld á Spáni hafa reynt hvað þau geta til þess að róa fjárfesta. Vonir standa til þess að björgunarsjóður Evrópusambandsins, upp á 2.000 milljarða evra, muni komi Spáni til bjargar og fjármálafyrirtækjum í landinu sömuleiðis. Vandamál landsins snýr ekki síður að miklum skuldum einstakra ríkja landsins. Þannig er staðan í Katalóníu talin alvarleg, en hagkerfið þar, með Barcelona borg sem miðpunkt, er til að mynda eitt og sér stærra en hið Gríska í heild sinni.
Lánshæfiseinkunn Spánar lækkuð

Mest lesið

Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik
Viðskipti innlent

Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent

Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu
Viðskipti innlent

Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR
Viðskipti innlent

Gefur eftir í tollastríði við Kína
Viðskipti erlent

Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins
Viðskipti innlent

Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður
Neytendur


Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti
Atvinnulíf