Start vann í kvöld 3-1 sigur á Brann eftir að hafa lent marki undir. Start fékk þar með þrjú afar dýrmæt stig í fallbaráttu deildarinnar en liðið er þó enn í fallsæti þegar lítið er eftir af tímabilinu.
Haraldur Freyr Guðmundsson spilaði allan leikinn í liði Start sem er nú með 24 stig í næstneðsta sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir næsta liði. Tvö neðstu liðin falla í B-deildina en fjórar umferðir eru eftir af tímabilinu.
Birkir Már Sævarsson var að venju í byrjunarliði Brann og spilaði hann allan leikinn sem hægri bakvörður. Brann er í sjötta sæti deildarinnar með 39 stig, fimm stigum frá Evrópusæti.
Sarpsborg 08 er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins sautján stig og er svo gott sem fallið í B-deildina.
Mikilvægur sigur hjá Haraldi Frey og félögum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti