Þjálfurum í NFL-deildinni lenti saman eftir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. október 2011 15:30 Jim Harbaugh, þjálfari San Francisco 49ers og Jim Schwartz, þjálfari Detroit Lions, hafa vakið mikla athygli fyrir frábæra byrjun sinna liða í NFL-deildinni en það var þó ekki frammistaða liða þeirra sem vakti mesta athygli í gær heldur það sem gerðist milli þeirra eftir leikinn. San Francisco 49ers vann í gær nauman 25-19 sigur á Detroit Lions sem tapaði þarna í fyrsta sinn á tímabilinu. 49ers hefur þar með unnið 5 af 6 leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins í mörg ár. Jim Harbaugh fagnaði sigrinum innilega í leikslok og kom skoppandi til Jim Schwartz og þakkaði honum fyrir leikinn með því að taka hraustlega í höndina á honum og klappa honum síðan á bakið. Schwartz var allt annað en sáttur og hljóp strax á eftir Harbaugh og endanum þurftu leikmenn þeirra að skilja á milli þjálfaranna tveggja. „Ég fór til að óska Harbaugh þjálfara til hamingju með sigurinn en var ýtt í burtu. Ég átti ekki von á þessu því menn verða að kunna sig þótt að þeir séu ánægðir með sigurinn," sagði Jim Schwartz. „Þetta er algjörlega mér að kenna. Ég tók of fast í höndina á honum," sagði Jim Harbaugh en aganefnd NFL mun taka málið fyrir í vikunni. Það er hægt að skoða atvikið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan. Erlendar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira
Jim Harbaugh, þjálfari San Francisco 49ers og Jim Schwartz, þjálfari Detroit Lions, hafa vakið mikla athygli fyrir frábæra byrjun sinna liða í NFL-deildinni en það var þó ekki frammistaða liða þeirra sem vakti mesta athygli í gær heldur það sem gerðist milli þeirra eftir leikinn. San Francisco 49ers vann í gær nauman 25-19 sigur á Detroit Lions sem tapaði þarna í fyrsta sinn á tímabilinu. 49ers hefur þar með unnið 5 af 6 leikjum sínum sem er besta byrjun félagsins í mörg ár. Jim Harbaugh fagnaði sigrinum innilega í leikslok og kom skoppandi til Jim Schwartz og þakkaði honum fyrir leikinn með því að taka hraustlega í höndina á honum og klappa honum síðan á bakið. Schwartz var allt annað en sáttur og hljóp strax á eftir Harbaugh og endanum þurftu leikmenn þeirra að skilja á milli þjálfaranna tveggja. „Ég fór til að óska Harbaugh þjálfara til hamingju með sigurinn en var ýtt í burtu. Ég átti ekki von á þessu því menn verða að kunna sig þótt að þeir séu ánægðir með sigurinn," sagði Jim Schwartz. „Þetta er algjörlega mér að kenna. Ég tók of fast í höndina á honum," sagði Jim Harbaugh en aganefnd NFL mun taka málið fyrir í vikunni. Það er hægt að skoða atvikið með því að smella á myndbandið hér fyrir ofan.
Erlendar Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Enski boltinn Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Handbolti Fleiri fréttir Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Í beinni: Haukar - Hazena Kynzvart | Heimakonur þurfa kraftaverk Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Í beinni: Valur - Slavía Prag | Fyrri leikur tvíhöfðans í átta liða úrslitum Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Í beinni: Arsenal - West Ham | Standast skyttur Arteta prófið eða falla þær? Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Íþróttakonur verða frekar leiðtogar Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Dagskráin í dag: Golf, enskur fótbolti og tvö lið í vanda í NBA Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Sjá meira