Dómstólar í New York dæmdu auðkýfinginn Raj Rajartnam í 11 ára fangelsi fyrir innherjasvik.
Rajaratnam stjórnaði vogunarsjóðinum The Galleon Group.
Dómurinn er einn sá þyngsti sem fallið hefur í innherjamáli hingað til. Rajaratnam er einnig skylt að greiða 10 milljónir dollara í sekt.
Stjórnandi vogunarsjóðs dæmdur í 11 ára fangelsi
