Forráðamenn Juventus ætla að styrkja lið sitt í janúarglugganum og þeir hafa nú beint spjótum sínum að portúgalska varnarmanninum Ricardo Carvalho sem leikur með Real Madrid.
Hinn 33 ára gamli Carvalho er með samning við Real fram á næsta sumar og gætu því freistast til þess að selja í janúar.
Juventus hefur lengi vantað nýjan miðvörð og Carvalho er efstur á óskalista félagsins.
Juventus vill fá Carvalho

Mest lesið
Fleiri fréttir
