Nafn danska fasteignabraskarans Peter Halvorsen kemur upp úr kafinu í hvert sinn sem sem danskur banki verður gjaldþrota. Nú síðast þegar Max Bank hrundi.
Samkvæmt frétt um málið í danska ríkisútvarpinu tókst Halvorsen að fá lán upp á um 7 milljarða danskra króna eða yfir 140 milljarða króna hjá þrjátíu mismunandi bönkum meðan að fasteignabólan grasseraði í Danmörku á síðasta áratug.
Meðal þeirra banka sem lánuðu Halvorsen og eru nú orðnir að þrotabúum má nefna Roskilde Bank, Amagerbanken og Lökken Sparekasse. Lán Halvorsen hjá Max Bank var upp á 75 milljónir danskra króna.
Fékk 140 milljarða að láni hjá 30 bönkum
