Spánverjinn Bojan Krkic er afar sáttur í herbúðum ítalska félagsins Roma en þangað kom hann í sumar frá Barcelona. Krkic hrósar fyrirliða félagsins, Francesco Totti, sérstaklega mikið.
"Það sem hefur hrifið mig mest við Roma er Totti. Hann er liðinu ótrúlega mikilvægur," sagði Krkic.
"Hann sagði mér um daginn að hann hefði komið til félagsins árið 1989. Hann var kominn til félagsins áður en ég fæddist."
Krkic hefur reyndar ekki spilað jafn mikið og hann vildi en það hefur tekið hann tíma að aðlagast leikstíl Roma og ítalska boltanum.
Roma er í sjötta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar, aðeins þrem stigum á eftir toppliði Juventus.
Krkic afar hrifinn af Totti

Mest lesið








„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti

Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah
Enski boltinn

Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin
Íslenski boltinn