Golf

Birgir lagaði stöðu sína með fínum hring

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson náði að laga stöðu sína verulega á öðrum keppnisdegi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í dag. Birgir lék á 2 höggum undir pari eða 70 höggum.

Hann er samtals á 1 höggi undir pari þegar keppni er hálfnuð. Þessa stundina er Birgir í 11. sæti en fjölmargir kylfingar eiga eftir að ljúka leik í dag. Alls komast 22 kylfingar áfram af Pinehurst Magnolia vellinum í Norður-Karólínu á 2. stig úrtökumótsins.

Birgir byrjaði vel í dag þar sem hann fékk fjóra fugla (-1) á fyrstu 12 brautum vallarins. Hann tapaði höggum á 15. og 17. braut þar sem hann fékk skolla (+1). Bandaríkjamaðurinn John Hahn er efstur af þeim sem hafa lokið keppni í dag en hann er samtals á -7.

Um 1.000 kylfingar reyna fyrir sér á 1. stigi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina og aðeins 20% þeirra komast inn á 2. stigið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×