Þak á verðtrygginguna? Agnar Tómas Möller skrifar 26. október 2011 09:49 Umræðan um leiðir til að afnema eða draga úr verðtryggingu á Íslandi hefur á köflum tekið á sig nokkuð ævintýralegan blæ og hefur slík snúist um að setja þak á verðtryggingu lána, t.d. miðað við fasta árlega verðbólgu. Í skýrslu nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, sem birt var vorið 2011, var lagt til sem fyrsta skref í afnámi verðtryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Einnig skrifar þingmaður Framsóknarflokksins nýlega að að það ætti að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans með þolmörkum og að samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa, þá hefði hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun sl. 20 ár ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni. Þótt undirritaður hafi ekki fundið umrædda útreikninga eða ummæli frá Marinó G. Njálssyni ráðgjafa þá er vert að skoða þetta nánar í ljósi þess að þessi hugmynd virðist njóta einhvers stuðnings meðal þingmanna og án efa meðal stórs hluta almennings. Eftirfarandi mynd sýnir þróun verðbólgu s.l. 20 ára, til og með september 2011:Tólf mánaða verðbólga og meðaltalsverðbólga.Líkt og sést á myndinni hefur verðbólga verið æði sveiflukennd á tímabilinu en hins vegar e.t.v. ekki jafnhá og margir hefðu ef till vill búist við, eða 4,6% að meðaltali, sem skýrist af því að 1992 lýkur miklu verðbólguskeiði og við tekur það tímabil sem verðbólga hefur verið lægst að jafnaði síðari ár. Kannski mætti þá ætla að það hafi ekki kostað svo mikið að setja 4% þak á verðtryggingu lána yfir tímabilið?Hvað kostar verðbólguþak? Samkvæmt gagnaröðum Seðlabankans hafa langir raunvextir verið að meðaltali 4,35% frá árinu 1996 til dagsins í dag (ekki er til lengri gagnasería). Gerum ráð fyrir að árið 1991 láni lífeyrissjóður til 20 ára á 4,35% verðtryggðum vöxtum, með jöfnum afborgunum, með þaki í 4% verðbólgu. Ef verðbólgan reynist umfram þak verðtryggingar þá greiðir lífeyrissjóðurinn lántakandanum mismuninn, þ.e. mismunur á 12 mánaða verðbólgu og 4%. Þetta greiðist eingöngu af útistandandi höfuðstól lánsins og því er kostnaður lífeyrissjóðsins minni eftir því sem tíminn líður og höfuðstóll lánsins minnkar. Útreikningar leiða þá í ljóst að ávöxtun lánveitandanda af láninu lækkar úr 4,35% í 3,50% eða um 0,85%, við að veita lántakandanum verðbólguþak yfir fyrrgreint tímabil. Hafi Marinó G. Njálsson notað sömu forsendur um sögulega ávöxtun, er niðurstaðan sú sama að efni til. En skv. tölum FME um raunávöxtun almennra lífeyrissjóða, sem ná frá 1999, hefur raunávöxtun þeirra að meðaltali verið um 2,2% eða um helmingur af áhættulausum raunvöxtum á svipuðu tímabili. Því er óhugsandi að ávöxtun sjóðanna á árunum 1991-1998 hafi verið svo há að þeir hefðu náð yfir 3,5% ávöxtun, þrátt fyrir að hafa getað ávaxtað eignir áhættulaust á 3,5% með því að gefa frá sér verðbólguþak. En þetta er einungis ein hliðin á teningnum og eftirfarandi atriði benda til þess að kostnaður við verðbólguþak á nýjum lánum í dag yrði umtalsvert meiri en 0,85% á ári: - Eingöngu lántakandinn nýtur góðs af hærri verðbólgu yfir 4% á kostnað lánveitandans auk þess sem lánveitandinn getur ekki varið áhættu sína með góðu móti. Því myndi lánveitandi þurfa að leggja umtalsvert áhættuálag ofan á lánið. - Hagstæðara er fyrir lánveitanda að verðbólga sé lág í upphafi en há seinna, miðað við fasta meðalverðbólgu því höfuðstóllinn lækkar með tíma. Á tímabilinu 1991-2011 var þessu öfugt farið því meðalverðbólga var 3,20% á árunum 1991 til 2001 en 5,9% á árunum 2002-2011. - Miðað við „öfuga" verðbólguþróun (byrjað á verðbólgu ársins 2011, endað 1991) lækkar ávöxtunarkrafa lánsins úr 4,35% í 2,11%. Lánveitandi hlýtur að horfa til verðbólguþróunar sem er nær í tíma og því líklegur til að krefjast enn hærra vaxtaálags. Áhættulausir 20 ára verðtryggðir jafngreiðsluvextir er í dag um 2,8% og því væru væntir vextir á slíku láni með 4% verðbólguþaki ekki mikið yfir 1%. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóða bera í dag á bilinu 0,5-1,5% álag á áhættulausa vexti og bjóðast í dag á um 3,5-4,5% vöxtum. Því myndu ný húsnæðislán lífeyrissjóða með verðbólguþaki bera á bilinu 6-7% verðtryggða vexti þegar allt er tekið saman. Er það ætlun þeirra sem vilja lagasetningu um verðbólguþak allra verðtryggðra lána að lántakendur axli slíka greiðslubyrði til að tryggja sig fyrir verðbólguskotum? Verðtrygging eftir hrun Eftir fall bankanna 2008 hafa óverðtryggð útlán innlánsstofnana aukist úr 17% í 35% sem hlutfall af heildarútlánum. Heimildir úr bönkunum herma að hátt í 90% nýrra fasteignalána á sama tíma séu óverðtryggð. Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður, með umboð frá sömu stjórnmálamönnum og vilja afnema verðtrygginguna með handafli, haldið áfram að lána út verðtryggð lán eins og ekkert hafi í skorist. Kann það að vera að „verðtryggingarvandinn" verði ekki leystur af stjórnmálamönnum heldur af einkafyrirækjum sem svara kalli viðskiptavina sinna? Undirrituðum hrýs í það minnsta hugur við að yfirvöldum verði fært þann hvata að geta með hallarekstri ríkissjóðs ýtt undir verðbólgu til að létta byrðir almennings í gegnum verðbólguþak lána. Og skyldu verkalýðssamtök spyrna jafnsterkt við víxlverkun launa og verðlags ef það yrði skuldsettum skjólstæðingum sínum til góðs? Líklega ekki enda kemur í ljós við nánari skoðun að hugmyndin um verðbólguþak er einfaldlega slæm.Greinin hefur einnig birst í Vísbendingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Agnar Tómas Möller Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Umræðan um leiðir til að afnema eða draga úr verðtryggingu á Íslandi hefur á köflum tekið á sig nokkuð ævintýralegan blæ og hefur slík snúist um að setja þak á verðtryggingu lána, t.d. miðað við fasta árlega verðbólgu. Í skýrslu nefndar sem falið var að meta kosti og galla þess að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku fjármálakerfi, sem birt var vorið 2011, var lagt til sem fyrsta skref í afnámi verðtryggingar að setja þak á hækkun verðtryggingar á ársgrundvelli. Einnig skrifar þingmaður Framsóknarflokksins nýlega að að það ætti að vera forgangsverkefni að setja þak á verðtrygginguna á ársgrundvelli miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans með þolmörkum og að samkvæmt útreikningum Marinós G. Njálssonar ráðgjafa, þá hefði hefði raunávöxtun lífeyrissjóðanna náð að jafnaði 3,5% ávöxtun sl. 20 ár ef 4% þak hefði verið á verðtryggingunni. Þótt undirritaður hafi ekki fundið umrædda útreikninga eða ummæli frá Marinó G. Njálssyni ráðgjafa þá er vert að skoða þetta nánar í ljósi þess að þessi hugmynd virðist njóta einhvers stuðnings meðal þingmanna og án efa meðal stórs hluta almennings. Eftirfarandi mynd sýnir þróun verðbólgu s.l. 20 ára, til og með september 2011:Tólf mánaða verðbólga og meðaltalsverðbólga.Líkt og sést á myndinni hefur verðbólga verið æði sveiflukennd á tímabilinu en hins vegar e.t.v. ekki jafnhá og margir hefðu ef till vill búist við, eða 4,6% að meðaltali, sem skýrist af því að 1992 lýkur miklu verðbólguskeiði og við tekur það tímabil sem verðbólga hefur verið lægst að jafnaði síðari ár. Kannski mætti þá ætla að það hafi ekki kostað svo mikið að setja 4% þak á verðtryggingu lána yfir tímabilið?Hvað kostar verðbólguþak? Samkvæmt gagnaröðum Seðlabankans hafa langir raunvextir verið að meðaltali 4,35% frá árinu 1996 til dagsins í dag (ekki er til lengri gagnasería). Gerum ráð fyrir að árið 1991 láni lífeyrissjóður til 20 ára á 4,35% verðtryggðum vöxtum, með jöfnum afborgunum, með þaki í 4% verðbólgu. Ef verðbólgan reynist umfram þak verðtryggingar þá greiðir lífeyrissjóðurinn lántakandanum mismuninn, þ.e. mismunur á 12 mánaða verðbólgu og 4%. Þetta greiðist eingöngu af útistandandi höfuðstól lánsins og því er kostnaður lífeyrissjóðsins minni eftir því sem tíminn líður og höfuðstóll lánsins minnkar. Útreikningar leiða þá í ljóst að ávöxtun lánveitandanda af láninu lækkar úr 4,35% í 3,50% eða um 0,85%, við að veita lántakandanum verðbólguþak yfir fyrrgreint tímabil. Hafi Marinó G. Njálsson notað sömu forsendur um sögulega ávöxtun, er niðurstaðan sú sama að efni til. En skv. tölum FME um raunávöxtun almennra lífeyrissjóða, sem ná frá 1999, hefur raunávöxtun þeirra að meðaltali verið um 2,2% eða um helmingur af áhættulausum raunvöxtum á svipuðu tímabili. Því er óhugsandi að ávöxtun sjóðanna á árunum 1991-1998 hafi verið svo há að þeir hefðu náð yfir 3,5% ávöxtun, þrátt fyrir að hafa getað ávaxtað eignir áhættulaust á 3,5% með því að gefa frá sér verðbólguþak. En þetta er einungis ein hliðin á teningnum og eftirfarandi atriði benda til þess að kostnaður við verðbólguþak á nýjum lánum í dag yrði umtalsvert meiri en 0,85% á ári: - Eingöngu lántakandinn nýtur góðs af hærri verðbólgu yfir 4% á kostnað lánveitandans auk þess sem lánveitandinn getur ekki varið áhættu sína með góðu móti. Því myndi lánveitandi þurfa að leggja umtalsvert áhættuálag ofan á lánið. - Hagstæðara er fyrir lánveitanda að verðbólga sé lág í upphafi en há seinna, miðað við fasta meðalverðbólgu því höfuðstóllinn lækkar með tíma. Á tímabilinu 1991-2011 var þessu öfugt farið því meðalverðbólga var 3,20% á árunum 1991 til 2001 en 5,9% á árunum 2002-2011. - Miðað við „öfuga" verðbólguþróun (byrjað á verðbólgu ársins 2011, endað 1991) lækkar ávöxtunarkrafa lánsins úr 4,35% í 2,11%. Lánveitandi hlýtur að horfa til verðbólguþróunar sem er nær í tíma og því líklegur til að krefjast enn hærra vaxtaálags. Áhættulausir 20 ára verðtryggðir jafngreiðsluvextir er í dag um 2,8% og því væru væntir vextir á slíku láni með 4% verðbólguþaki ekki mikið yfir 1%. Sjóðsfélagalán lífeyrissjóða bera í dag á bilinu 0,5-1,5% álag á áhættulausa vexti og bjóðast í dag á um 3,5-4,5% vöxtum. Því myndu ný húsnæðislán lífeyrissjóða með verðbólguþaki bera á bilinu 6-7% verðtryggða vexti þegar allt er tekið saman. Er það ætlun þeirra sem vilja lagasetningu um verðbólguþak allra verðtryggðra lána að lántakendur axli slíka greiðslubyrði til að tryggja sig fyrir verðbólguskotum? Verðtrygging eftir hrun Eftir fall bankanna 2008 hafa óverðtryggð útlán innlánsstofnana aukist úr 17% í 35% sem hlutfall af heildarútlánum. Heimildir úr bönkunum herma að hátt í 90% nýrra fasteignalána á sama tíma séu óverðtryggð. Hins vegar hefur Íbúðalánasjóður, með umboð frá sömu stjórnmálamönnum og vilja afnema verðtrygginguna með handafli, haldið áfram að lána út verðtryggð lán eins og ekkert hafi í skorist. Kann það að vera að „verðtryggingarvandinn" verði ekki leystur af stjórnmálamönnum heldur af einkafyrirækjum sem svara kalli viðskiptavina sinna? Undirrituðum hrýs í það minnsta hugur við að yfirvöldum verði fært þann hvata að geta með hallarekstri ríkissjóðs ýtt undir verðbólgu til að létta byrðir almennings í gegnum verðbólguþak lána. Og skyldu verkalýðssamtök spyrna jafnsterkt við víxlverkun launa og verðlags ef það yrði skuldsettum skjólstæðingum sínum til góðs? Líklega ekki enda kemur í ljós við nánari skoðun að hugmyndin um verðbólguþak er einfaldlega slæm.Greinin hefur einnig birst í Vísbendingu.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun