Suður-afríska hlaupakonan Caster Semenya hefur ráðið eina bestu hlaupakonu allra tíma, Mariu Mutolu, til þess að þjálfa sig fyrir Ólympíuleikana í London sem fram fara næsta sumar.
Semenya losaði sig við þjálfarann sinn, Michael Seme, eftir að hún varð að sætta sig við silfur á HM í síðasta mánuði.
"Maria hefur alla tíð verið mitt átrúnaðargoð. Ég spurði hvort hún hefði áhuga. Hún var strax jákvæð og ég efast ekkert um að hún eigi eftir að verða hinn fullkomni þjálfari fyrir mig," sagði Semenya.
Mutola var 800 metra hlaupari eins og Semenya. Hún vann HM þrisvar sinnum og tók líka gull á ÓL árið 2000.
Maria Mutola þjálfar Semenya

Mest lesið


Barcelona biður UEFA um leyfi
Fótbolti



Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“
Enski boltinn

Mættur aftur tuttugu árum seinna
Körfubolti

„Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “
Íslenski boltinn

Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum
Íslenski boltinn

„Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
