Staðan er nú jöfn, 2-2, að loknum fjórða leiknum í World Series-úrslitakeppninni í bandaríska hafnaboltanum í nótt. Texas Rangers vann þá öruggan sigur á St. Louis Cardinals, 4-0.
Óhætt er að segja að leikur Cardinals hafi algerlega hrunið í nótt eftir stórkostlega frammistöðu í þriðja leiknum sem liðið vann, 16-7. Leikmenn Cardinals fóru í gegnum allar níu loturnar án þess að skora eitt einasta stig. Þeim tókst ekki einu sinni að koma sér lengra en í aðra höfn.
Kastarinn Derek Holland hjá Rangers átti frábæran leik og sá til þess að leikmenn Cardinals komust aldrei á flug.
Fimmti leikur liðanna fer fram í nótt og verður sýndur beint á ESPN America, rás 43 á fjölvarpinu.
Leikur Cardinals hrundi er Rangers jafnaði metin
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Hugur minn er bara hjá henni“
Íslenski boltinn


Aubameyang syrgir fallinn félaga
Fótbolti


„Skitum á okkur í þriðja leikhluta“
Körfubolti


„Fáránlega erfið sería“
Körfubolti


Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA
Körfubolti

„Þetta var skrýtinn leikur“
Íslenski boltinn