Þjóðverjinn Miroslav Klose vill ekkert hafa með þann hóp stuðningsmanna Lazio sem bendluðu hann við þýsku nasistahreyfinguna.
Ákveðinn öfgahópur úr hópi stuðningsmanna Lazio hafa verið kenndir við fasisma og um síðustu helgi var búið að útbúa borða sem á stóð „Klose mit uns“ sem þýðir „Klose er með okkur.“
Á borðanum voru sterkar tilvísanir í nasisma og bókstafurinn S til að mynda teiknaður til að líkjast tákni SS-sérsveita nasista úr seinni heimsstyrjöldinni.
„Ég er brjálaður,“ sagði Klose við ítalska fjölmiðla. „Það á að halda knattspyrnu og pólitík aðskildri. Svona lagað á ekki að sjást á knattspyrnuleikvöngum.“
Klose brjálaður út í stuðningsmenn Lazio
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum
Enski boltinn


Newcastle loks að fá leikmann
Enski boltinn


Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum
Íslenski boltinn



Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok
Enski boltinn

Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum
Íslenski boltinn

Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho
Enski boltinn