Mikil lækkun varð á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Þannig lækkaði Nasdaq vísitalan um tæplega fjögur prósent og S&P 500 vísitalan um 3,8% prósent. Erlendir fjölmiðlar tala margir hverjir um hrun fremur en lækkun.
Markaðir í Evrópu lækkuðu einnig skarplega, flestir á bilinu 2 til 2,5%. Ástæða lækkunar á mörkuðum er öðru fremur rakin til erfiðrar stöðu á evrusvæðinu, þar helst Ítalíu. Álag á tíu ára skuldabréf landsins fór yfir sjö prósent í dag sem þýðir í reynd að lánamarkaðir eru lokaðir fyrir landið.
