Hvað sagði Jobs við Zuckerberg? 9. nóvember 2011 23:00 Mark Zuckerberg stofnandi Facebook segir að hann hafi oft leitað ráða hjá Steve Jobs stofnanda Apple áður en hann lést en þeir urðu ágætis félagar síðustu árin. Hann segist hafa spurt Jobs hvernig ætti að byggja upp gott starfslið og hvernig eigi að framleiða frábærar vörur. Hann neitar því hinsvegar að þeir hafi nokkurn tíma rætt um að Apple myndi kaupa Facebook. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Charlie Rose á PBS við Zuckerberg þar sem farið er yfir víðan völl. Þar kemur meðal annars fram að Facebook muni aldrei fara út í framleiðslu á tölvuleikjum. Aðspurður hvernig honum lítist á Google+ segir Zuckerberg að það sé eins og lítil útgáfa af Facebook. Þegar talið berst að Steve Jobs segir Zuckerberg: „Ég spurði hann fjölmargra spurninga um það hvernig maður kemur sér upp góðu liði." Hann segist bera mikla virðingu fyrir Apple sem sé fyrirtæki sem, eins og Facebook, hugsi fyrst og fremst um að breyta heiminum en ekki bara um peningahliðina. Þegar Rose spyr hann hvort einhverntíma hafi verið rætt um samruna segir Zuckerberg: „Nei. Það kom held ég aldrei til þess. Enda hefði ég ekki viljað selja." Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Mark Zuckerberg stofnandi Facebook segir að hann hafi oft leitað ráða hjá Steve Jobs stofnanda Apple áður en hann lést en þeir urðu ágætis félagar síðustu árin. Hann segist hafa spurt Jobs hvernig ætti að byggja upp gott starfslið og hvernig eigi að framleiða frábærar vörur. Hann neitar því hinsvegar að þeir hafi nokkurn tíma rætt um að Apple myndi kaupa Facebook. Þetta kemur fram í ítarlegu viðtali Charlie Rose á PBS við Zuckerberg þar sem farið er yfir víðan völl. Þar kemur meðal annars fram að Facebook muni aldrei fara út í framleiðslu á tölvuleikjum. Aðspurður hvernig honum lítist á Google+ segir Zuckerberg að það sé eins og lítil útgáfa af Facebook. Þegar talið berst að Steve Jobs segir Zuckerberg: „Ég spurði hann fjölmargra spurninga um það hvernig maður kemur sér upp góðu liði." Hann segist bera mikla virðingu fyrir Apple sem sé fyrirtæki sem, eins og Facebook, hugsi fyrst og fremst um að breyta heiminum en ekki bara um peningahliðina. Þegar Rose spyr hann hvort einhverntíma hafi verið rætt um samruna segir Zuckerberg: „Nei. Það kom held ég aldrei til þess. Enda hefði ég ekki viljað selja."
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent „Ávísun á ánægjuleg viðskipti“ Samstarf Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira