Fær milljón eftir hjartastopp við Fylkisheimilið 9. nóvember 2011 16:05 Héraðsdómur Reykjavíkur mYND ÚR SAFNI Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. Maðurinn var á leið á dansleik í félagsheimilinu en hann hafði áður verið í samkvæmi í heimahúsi í Árbænum. Hann fór gangandi á dansleikinn og þegar hann nálgaðist félagsheimili virðist sem svo að hann hafi ætlað að stytta sér leið með því að stökka yfir steinvegg, sem séð frá honum var 72 cm á hæð. Það var ekki rétt því hinum megin við veginn reyndust hinsvegar vera 3,82 metrar niður á steinsteypa stétt. Maðurinn féll á stéttina og þegar sjúkrabifreið kom á staðinn var maðurinn í hjartastoppi og andaði ekki. Hófust lífgunartilraunir og við komu á slysadeild var hann farinn að anda á ný. Við skoðun reyndist hann óbrotinn en talsvert marinn á lungum. Fyrir dómi taldi maðurinn að hann bæri enga sök á tjóni sínu heldur sé slys hans eingöngu að rekja til vanbúnaðar í nánasta umhverfi Fylkisheimilisins. Hann vísaði til umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2 um málið eftir atburðinn. Þar kom fram hjá framkvæmdastjóra Fylkis að lengi hafi staðið til að lagfæra vegginn en ástæðan fyrir því að það hafði ekki verið gert væri sú að iðnaðarmaður sá er fenginn hafði verið til þess hefði ekki komist í verkið vegna anna. Verjandi Fylkis sagði fyrir dómi að maðurinn hafi verið ölvaður á ferð í svartamyrkri og algjörlega ókunnugur umhverfinu þegar hann hafi án fyrirvara rekið á rás frá samferðarmönnum sínum. Þá hafi hann stokkið yfir vegginn sem sé við inngang á efri hæð hússins án þess að huga nokkuð að því hvað væri handan hans. Íþróttafélagið Fylkir viðurkenndi að bera ábyrgð á 3/4 hlutum tjónsins en félagið taldi að maðurinn hafi sýnt af sér verulegt gáleysi og rétt væri að hann bæri fjórðun tjóns síns sjálfur. „Þótt stefnandi (maðurinn) hafi ekki farið þá leið sem ætlast var til heldur stokkið yfir vegginn, að því sem virðist til að stytta sér leið, verður með hliðsjón af öllum kringumstæðum ekki talið að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að hann eigi að bera meðábyrgð á tjóni sínu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Fylkir var dæmt til að greiða manninum rúmlega eina milljón króna og jafnframt að greiða allan sakarkostnað mannsins, 650 þúsund krónur. Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira
Íþróttafélagið Fylkir var í dag dæmt til að greiða karlmanni rúmlega eina milljón króna í bætur vegna slyss sem hann varð fyrir við félagsheimili liðsins í Árbæ í september árið 2005. Maðurinn var á leið á dansleik í félagsheimilinu en hann hafði áður verið í samkvæmi í heimahúsi í Árbænum. Hann fór gangandi á dansleikinn og þegar hann nálgaðist félagsheimili virðist sem svo að hann hafi ætlað að stytta sér leið með því að stökka yfir steinvegg, sem séð frá honum var 72 cm á hæð. Það var ekki rétt því hinum megin við veginn reyndust hinsvegar vera 3,82 metrar niður á steinsteypa stétt. Maðurinn féll á stéttina og þegar sjúkrabifreið kom á staðinn var maðurinn í hjartastoppi og andaði ekki. Hófust lífgunartilraunir og við komu á slysadeild var hann farinn að anda á ný. Við skoðun reyndist hann óbrotinn en talsvert marinn á lungum. Fyrir dómi taldi maðurinn að hann bæri enga sök á tjóni sínu heldur sé slys hans eingöngu að rekja til vanbúnaðar í nánasta umhverfi Fylkisheimilisins. Hann vísaði til umfjöllunar fréttastofu Stöðvar 2 um málið eftir atburðinn. Þar kom fram hjá framkvæmdastjóra Fylkis að lengi hafi staðið til að lagfæra vegginn en ástæðan fyrir því að það hafði ekki verið gert væri sú að iðnaðarmaður sá er fenginn hafði verið til þess hefði ekki komist í verkið vegna anna. Verjandi Fylkis sagði fyrir dómi að maðurinn hafi verið ölvaður á ferð í svartamyrkri og algjörlega ókunnugur umhverfinu þegar hann hafi án fyrirvara rekið á rás frá samferðarmönnum sínum. Þá hafi hann stokkið yfir vegginn sem sé við inngang á efri hæð hússins án þess að huga nokkuð að því hvað væri handan hans. Íþróttafélagið Fylkir viðurkenndi að bera ábyrgð á 3/4 hlutum tjónsins en félagið taldi að maðurinn hafi sýnt af sér verulegt gáleysi og rétt væri að hann bæri fjórðun tjóns síns sjálfur. „Þótt stefnandi (maðurinn) hafi ekki farið þá leið sem ætlast var til heldur stokkið yfir vegginn, að því sem virðist til að stytta sér leið, verður með hliðsjón af öllum kringumstæðum ekki talið að hann hafi sýnt af sér slíkt gáleysi að hann eigi að bera meðábyrgð á tjóni sínu,“ segir í niðurstöðu dómsins. Fylkir var dæmt til að greiða manninum rúmlega eina milljón króna og jafnframt að greiða allan sakarkostnað mannsins, 650 þúsund krónur.
Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Sjá meira