Berlusconi hefur staðið af sér 50 vantrausttillögur Magnús Halldórsson skrifar 8. nóvember 2011 15:02 Silvio Berlusconi brosir ekki svona breitt þessa dagana. Silvio Berlusconi er ekki óvanur vantrausttillögum. Fimmtíu sinnum hafa verið bornar upp slíkar tillögur í þinginu sem hann hefur staðið af sér, að því er segir á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Framundan, eftir um klukkutíma, er nú ein mikilvægasta atkvæðagreiðsla sem ríkisstjórn Berlusconis hefur staðið frammi fyrir. Hún snýst um aðgerðir í ríkisfjármálum, niðurskurð og eignasölu þar helst. Almennt er litið svo á að pólitískir dagar Berlusconis séu taldir ef atkvæðagreiðslan fellur gegn vilja ríkisstjórnar hans. Einn helsti bandamaður Berlusconis undanfarin misseri, Umberto Bossi, hefur nú opinberlega hvatt Berlusconi til þess að segja af sér. Bossi er reyndar ekki ókunnugur því að fara gegn Berlusconi, þrátt fyrir pólitískan vinskap þeirra í seinni tíð. Bossi fór gegn Berlusconi árið 1994 og er almennt álitinn hafa fellt fyrstu ríkisstjórn hans. Efnahagsvandamál Ítalíu eru nú helsta áhyggjuefnið á evrusvæðinu. Ítalska hagkerfið er þriðja stærsta hagkerfi á svæðinu, á eftir því franska og þýska. Til samanburðar má nefna að gríska hagkerfið er aðeins um 2% af evrusvæðinu. Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er nú 6,7%, sem er það hæsta í sögunni. Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Silvio Berlusconi er ekki óvanur vantrausttillögum. Fimmtíu sinnum hafa verið bornar upp slíkar tillögur í þinginu sem hann hefur staðið af sér, að því er segir á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC. Framundan, eftir um klukkutíma, er nú ein mikilvægasta atkvæðagreiðsla sem ríkisstjórn Berlusconis hefur staðið frammi fyrir. Hún snýst um aðgerðir í ríkisfjármálum, niðurskurð og eignasölu þar helst. Almennt er litið svo á að pólitískir dagar Berlusconis séu taldir ef atkvæðagreiðslan fellur gegn vilja ríkisstjórnar hans. Einn helsti bandamaður Berlusconis undanfarin misseri, Umberto Bossi, hefur nú opinberlega hvatt Berlusconi til þess að segja af sér. Bossi er reyndar ekki ókunnugur því að fara gegn Berlusconi, þrátt fyrir pólitískan vinskap þeirra í seinni tíð. Bossi fór gegn Berlusconi árið 1994 og er almennt álitinn hafa fellt fyrstu ríkisstjórn hans. Efnahagsvandamál Ítalíu eru nú helsta áhyggjuefnið á evrusvæðinu. Ítalska hagkerfið er þriðja stærsta hagkerfi á svæðinu, á eftir því franska og þýska. Til samanburðar má nefna að gríska hagkerfið er aðeins um 2% af evrusvæðinu. Álag á tíu ára ríkisskuldabréf Ítalíu er nú 6,7%, sem er það hæsta í sögunni.
Mest lesið Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Viðskipti innlent Forstjóri X hættir óvænt Viðskipti erlent Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira