Argentínumaðurinn Lionel Messi er afar hrifinn af þýska félaginu Bayern Munchen og býst við því að félagið muni gera það gott í Meistaradeildinni.
Undir stjórn Jupp Heynckes hefur Bayern verið á mikilli uppleið en lítið gekk hjá liðinu á síðustu leiktíð.
"Bayern er með frábært lið. Hættulegt lið sem þarf að fylgjast með," sagði Messi í spjalli við Bild.
"Liðið er sterkara en í fyrra og leikmenn liðsins í frábæru formi. Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar fer fram á þeirra velli sem er plús fyrir þá."
Messi hrifinn af Bayern

Mest lesið


„Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“
Körfubolti

Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion
Enski boltinn




Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik
Íslenski boltinn


