Mikil dramatík í Grikklandi Magnús Halldórsson skrifar 3. nóvember 2011 23:20 Forsætisráðherra Grikklands rær nú lífróður. Fréttir af stöðu mála í landinu eru misvísandi. Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur. Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur.
Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira