Mikil dramatík í Grikklandi Magnús Halldórsson skrifar 3. nóvember 2011 23:20 Forsætisráðherra Grikklands rær nú lífróður. Fréttir af stöðu mála í landinu eru misvísandi. Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur. Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mikil dramatík er nú í stjórnmálalífi Grikklands og er ekki ljóst enn hvernig landið liggur fyrir vantrausttillögu á ríkisstjórnina sem tekin verður fyrir á morgun. George Papandreou, forsætisráðherra, á í vök að verjast og reynir nú hvað hann getur til þess að fá stjórnarandstöðuna, og andstæðinga innan eigin flokks, til þess að samþykkja björgunaráætlun fyrir landið sem forystumenn evruríkjanna samþykktu í síðustu viku. Samkvæmt fréttum breska ríkisútvarpsins BBC er nú talið ólíklegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um björgunaráætlunina eins og tilkynnt var um í gær. Andstaðan við þá ráðstöfun er mikil innan raða ríkisstjórnarinnar. Þá hafa tvær kannanir sýnt að yfir 60% Grikkja myndu fella málið í þjóðaratkvæðagreiðslu sem flestir eru sammála um að þýði að landið yrði á köldum klaka og líkindum fara í þrot. Fjárfestar óttast að það geti leitt til dóminó-áhrifa með miklu verðfalli á eignum á skömmum tíma. Wall Street Journal greindi frá því í dag að þungir gjalddagar á skuldum Grikklands eru framundan í desember, eða 1,17 milljarðar evra þann 19. desember. Útilokað þykir að landið geti borgað þessar skuldir nema að vera búið að tryggja sér aðgang að fé úr björgunarsjóði ESB. Vaxtakjör á markaði fyrir landið eru slík að algjörlega öruggt þykir að landið geti ekki endurfjármagnað skuldir sínar. Fréttir af stöðu mála í landinu eru nokkuð misvísandi þessa stundina. Málin skýrast vafalítið eftir því sem fram vindur.
Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira