Bayern München og Real Madrid komin áfram - öll úrslit kvöldsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2011 19:00 Mario Gomez skoraði þrennu í kvöld. Mynd/AP Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Bayern München og Real Madrid tryggðu sér sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld með sigrum í leikjum sínum í 4. umferð riðlakeppninnar. Manchester-liðin unnu bæði sína leiki og eru í ágætum málum í sínum riðlum. Bayern München vann 3-2 sigur á Napoli og náði þar með fimm stiga forskoti á ítalska liðið en Manchester City og Napoli geta þar með ekki lengur bæði komist upp fyrir þýska liðið. Þetta var kvöld Mario Gomez. Hann kom Bayern í 2-0 á fyrstu 23 mínútnum og var búinn að fá eitt dauðafæri í viðbót áður en hann fullkomnaði þrennuna á 42. mínútu. Napoli minnkaði muninn á lokamínútu fyrri hálfleiks með marki frá Federico Fernández og Fernández skoraði síðan aftur ellefu mínútum fyrir leikslok. Bayern náði hinsvegar að landa sigri og tryggja sig áfram. Manchester City nýtti sér tap Napoli og komst upp í annað sæti A- riðilsins með 3-0 útisigri á spænska liðinu Villarreal. Yaya Touré skoraði tvö mörk og Mario Balotelli bætti við þriðja markinu úr víti en City er nú með tveimur stigum meira en Napoli. Manchester United vann 2-0 sigur á rúmenska liðinu Otelul Galati sem nægði lærisveinum Sir Alex Ferguson til að komast á toppinn í C-riðli þar sem að Benfica og Basel gerðu 1-1 jafntefli í Lissabon. Benfica hefði komist áfram í 16 liða úrslitin með sigri. Antonio Valencia og Wayne Rooney skoruðu mörk United í sitthvorum enda leiksins en Manchester United og Benfica eru nú bæði með átta stig í riðlinum. Real Madrid vann fjórða leikinn í röð þegar liðið sótti Lyon heim og vann 2-0. Real er með 12 stig í D-riðlinum eða átta stigum meira en Lyon sem situr í þriðja sætinu. Ajax er með sjö stig í öðru sætinu eftir glæsilegan 4-0 heimasigur á Dinamo Zagreb. Cristiano Ronaldo skoraði bæði mörk Real Madrid í kvöld og það seinna var hans hundraðasta fyrir Real Madrid í aðeins 105 leikjum. Inter Milan er í mjög góðum málum í B-riðli eftir 2-1 sigur á Lille. Inter er með fjögurra stiga forskot á bæði CSKA Moskva og Trabzonspor sem gerðu markalaust jafntefli í kvöld.Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld:A-riðill:Bayern München-Napoli 3-2 1-0 Mario Gomez (17.), 2-0 Mario Gomez (23.), 3-0 Mario Gomez (42.), 3-1 Federico Fernández (45.), 3-2 Federico Fernández (79.)Villarreal-Manchester City 0-3 0-1 Yaya Touré (30.), 2-0 Mario Balotelli, víti (45+.3), 0-3 Yaya Touré (B-riðill:Inter Milan-Lille 2-1 1-0 Walter Samuel (18.), 2-0 Diego Milito (65.), 2-1 Tulio (83.)Trabzonspor-CSKA Moskva 0-0C-riðill:Manchester United-Otelul Galati 2-0 1-0 Antonio Valencia (8.), 2-0 Wayne Rooney (87.)Benfica-Basel 1-1 1-0 Rodrigo (4.), 1-1 Benjamin Huggel (64.)D-riðill:Lyon-Real Madrid 0-2 0-1 Cristiano Ronaldo (24.), 0-2 Cristiano Ronaldo (69.)Ajax-Dinamo Zagreb 4-0 1-0 Gregory van der Wiel (20.), 2-0 Miralem Sulejmani (25.), 0-3 Siem De Jong (65.), 4-0 Nicolás Lodeiro (90.)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Dagskráin í dag: Doc Zone, frábærir leikir í enska og Bónus-deild kvenna Sport Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fleiri fréttir Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira