Grikkland á leið út úr evrusamstarfinu? Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. nóvember 2011 18:45 Það er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði að raunverulega hætta sé á því að Grikkir yfirgefi Evrópska myntbandalagið og þar með evrusamstarfið fari svo að björgunarpakki til handa Grikkjum verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Helstu hlutabréfavísitölur Evrópu féllu í morgun eftir að George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að sérstakur björgunarpakki sem samþykktur var í Brussel á fimmtudag færi í þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi. Tilkynningin kom eins og blaut tuska framan í andlitið á leiðtogum samstarfsþjóða á evrusvæðinu sem höfðu teygt sig afar langt til að ná 50 prósent niðurfellingu á skuldum Grikklands.Ekki búið „fyrr en feita konan hefur sungið" „Yfirlýsingin í gærkvöldi var mikið áfall. Það sem má læra af allri þessari evrópsku skuldakreppu er að þessu lýkur ekki fyrr en feita konan hefur sungið," segir David Jones, markaðssérfræðingur hjá IG Index. Óvíst er hvaða afleiðingar það hafi verði björgunarpakkinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu en talið er líklegt að það þýði að Grikkir fari hreinlega út úr Evrópska myntbandalaginu. „Við erum að fara inn á ókannað svæði. Það er öruggt að við erum að hjálpa Evrópu að losna við Grikkland. Nú munum við sjá grískt efnahagslíf færast aftur um marga áratugi," segir Vangelis Agapitos, grískur hagfræðingur. Stefan Scharffetter, sérfræðingur hjá Baader Bank segir vel mögulegt að Grikkir yfirgefi myntsamstarfið. „Ef Grikkir segja að þeir vilji þetta ekki er hugsanlegt að Grikkland verði að yfirgefa myntbandalagið. Þá hefst nýr kafli. Hvað verður um sameiginlegan gjaldmiðil þegar aðildarríki hættir? Kemur þá nýr gjaldmiðill?" Óvíst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin, en hugsanlegt er að það verði ekki fyrr en á næsta ári. Fram að því er áframhaldandi óvissa um stöðuna á mörkuðum í Evrópu. thorbjorn@stod2.is Tengdar fréttir Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins. 1. nóvember 2011 13:40 Enn ríkir óvissa um úrlausn evruvandans Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri. 26. október 2011 03:00 Grikkir borguðu látnu fólki 1.300 milljarða í lífeyri Stærsti lífeyrissjóður Grikklands hefur viðurkennt að hafa á síðustu 10 árum greitt tugþúsundum af látnu fólki lífeyrir sem nemur allt að 8 milljörðum evra eða nær 1.300 milljörðum króna. 1. nóvember 2011 07:25 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Það er mat sérfræðinga á fjármálamarkaði að raunverulega hætta sé á því að Grikkir yfirgefi Evrópska myntbandalagið og þar með evrusamstarfið fari svo að björgunarpakki til handa Grikkjum verði felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Helstu hlutabréfavísitölur Evrópu féllu í morgun eftir að George Papandreou, forsætisráðherra Grikkja, tilkynnti óvænt í gærkvöldi að sérstakur björgunarpakki sem samþykktur var í Brussel á fimmtudag færi í þjóðaratkvæðagreiðslu í Grikklandi. Tilkynningin kom eins og blaut tuska framan í andlitið á leiðtogum samstarfsþjóða á evrusvæðinu sem höfðu teygt sig afar langt til að ná 50 prósent niðurfellingu á skuldum Grikklands.Ekki búið „fyrr en feita konan hefur sungið" „Yfirlýsingin í gærkvöldi var mikið áfall. Það sem má læra af allri þessari evrópsku skuldakreppu er að þessu lýkur ekki fyrr en feita konan hefur sungið," segir David Jones, markaðssérfræðingur hjá IG Index. Óvíst er hvaða afleiðingar það hafi verði björgunarpakkinn felldur í þjóðaratkvæðagreiðslu en talið er líklegt að það þýði að Grikkir fari hreinlega út úr Evrópska myntbandalaginu. „Við erum að fara inn á ókannað svæði. Það er öruggt að við erum að hjálpa Evrópu að losna við Grikkland. Nú munum við sjá grískt efnahagslíf færast aftur um marga áratugi," segir Vangelis Agapitos, grískur hagfræðingur. Stefan Scharffetter, sérfræðingur hjá Baader Bank segir vel mögulegt að Grikkir yfirgefi myntsamstarfið. „Ef Grikkir segja að þeir vilji þetta ekki er hugsanlegt að Grikkland verði að yfirgefa myntbandalagið. Þá hefst nýr kafli. Hvað verður um sameiginlegan gjaldmiðil þegar aðildarríki hættir? Kemur þá nýr gjaldmiðill?" Óvíst er hvenær þjóðaratkvæðagreiðslan verður haldin, en hugsanlegt er að það verði ekki fyrr en á næsta ári. Fram að því er áframhaldandi óvissa um stöðuna á mörkuðum í Evrópu. thorbjorn@stod2.is
Tengdar fréttir Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins. 1. nóvember 2011 13:40 Enn ríkir óvissa um úrlausn evruvandans Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri. 26. október 2011 03:00 Grikkir borguðu látnu fólki 1.300 milljarða í lífeyri Stærsti lífeyrissjóður Grikklands hefur viðurkennt að hafa á síðustu 10 árum greitt tugþúsundum af látnu fólki lífeyrir sem nemur allt að 8 milljörðum evra eða nær 1.300 milljörðum króna. 1. nóvember 2011 07:25 Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Samflokksmenn krefjast afsagnar Papandreús Sex háttsettir þingmenn úr stjórnaflokknum Pasok á Grikklandi hafa krafist þess að Papandreu forsætisráðherra og formaður flokksins, segi af sér. Krafan kemur fram tæpum sólarhring eftir að Papandreu lýsti því yfir að þjóðaratkvæðagreiðsla verði haldin þar sem Grikkir fá að greiða atkvæði um fyrirhugaðan björgunarpakka Evrópusambandsins. 1. nóvember 2011 13:40
Enn ríkir óvissa um úrlausn evruvandans Óhætt er að segja að mikið sé lagt undir á leiðtogafundi Evrópusambandsins og evrusvæðisins sem fram fer í Brussel í dag. Á fundinum verður leitast við að ganga frá endanlegri lausn á skuldavanda ESB-ríkjanna sem hefur vomað yfir álfunni og alþjóðlegu fjármálalífi síðustu misseri. 26. október 2011 03:00
Grikkir borguðu látnu fólki 1.300 milljarða í lífeyri Stærsti lífeyrissjóður Grikklands hefur viðurkennt að hafa á síðustu 10 árum greitt tugþúsundum af látnu fólki lífeyrir sem nemur allt að 8 milljörðum evra eða nær 1.300 milljörðum króna. 1. nóvember 2011 07:25