Íslenska landsliðið spilar æfingaleik gegn Úrvalsliði HSÍ á föstudag. Handboltaáhugamenn fá að taka þátt í að velja úrvalsliðið.
HSÍ mun standa fyrir netkosningu á síðunni hsihandbolti.wordpress.com en allir leikmenn á Íslandi fyrir utan landsliðsmennina eru gjaldgengir í kjörinu.
Velja skal einn markvörð og sex útileikmenn. Endanlegt val á liðinu er byggt á atkvæðagreiðslunni og svo niðurstöðu valnefndar íþróttafréttamanna.
Tilkynnt verður um úrvalsliðið á fimmtudag en leikurinn sjálfur fer fram í Laugardalshöllinni klukkan 20.00 á föstudag.
