Golf

Erfið staða hjá Birgi

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson er í 44.-60. sæti að loknum fyrsta keppnisdegi á 2. stigi úrtökumótsins fyrir PGA mótaröðina í golfi í Bandaríkjunum. Birgir lék á 70 höggum í dag eða -1 en hann þarf að leika mun betur til þess að komast í hóp 15-20 efstu sem komast áfram að loknum fjórða keppnisdegi.

Birgir hóf leik á 10. teig á Plantation Preserve vellinum og byrjunin var alls ekki góð.

Hann fékk þrjá skolla á fyrri 9 holunum og lagaði stöðu sína með fjórum fuglum á síðari 9 holunum.

Skor keppenda er frekar lágt á þessum keppnisstað en fimm kylfingar deila efsta sætinu á 7 höggum undir pari eða 64 höggum.

Alls er keppt á 6 keppnisstöðum á 2. stigi úrtökumótsins. Um 450 kylfingar taka þátt og komast á bilinu 15-20 áfram af hverjum keppnisstað á lokaúrtökumótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×