Heimsmarkaðsverð á áli hefur stöðugt gefið eftir frá því í apríl s.l. þegar það náði hámarki á árinu. Í dag er álverðið komið niður í rétt rúma 2.000 dollara á tonnið en í apríl s.l. fór verðið í tæpa 2.800 dollara.
Ástæðan fyrir þessum verðlækkunum er að töluvert hefur dregið úr eftirspurn eftir áli vegna skuldakreppunnar í Evrópu og þess að nokkuð hefur dregið úr hagvexti í Kína.
Í frétt á Reuters um málið segir að hið lága álverð í dag þýði að um helmingur álvera í heiminum sé nú rekinn með tapi.
