Stjórnvöld í Írak hafa samið við olíufyrirtækið Shell og véla- og farartækjaframleiðandann Mitsubishi um nýtingu á jarðgasauðlindum í sunnaverðu Írak. Samningurinn er talinn vera upp á um 17 milljarða dollara, eða um 2.000 milljarða króna, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld.
Sérstakt félag verður stofnað um verkefnið og verður það kallað Basra Gas Company. Írak mun sjálft eiga 51% í félaginu, Shell 44% og Mitsubishi 5%.
Írak vinnur með Shell og Mitsubishi
