Fjórir leikir fóru fram í ítölsku seríu A-deildinni í dag, en það má helst nefna mikilvægan sigur Inter Milan á Siena 1-0 á útivelli.
Cagliari og Bologna gerðu 1-1 jafntefli. Cesena sigraði Genoa 2-0 á heimavelli en Adrian Mutu skoraði bæði mörkin fyrir lið Cesena.
Palermo sigraði Fiorentina 2-0 á Stadio Renzo Barber, heimavelli Palermo. Inter Milan sigraði síðan Siena með einum marki gegn engu á útivelli. Eina mark leiksins gerði Luc Castaignos fyrir Inter.
Juventus er í efsta sæti deildarinnar með 25 stig, einu stigi á undan Udinese. Inter Milan er í 15. sæti deildarinnar með 14 eftir skelfilega byrjun. Liðið virðist samt vera komið í gang.
Úrslit dagsins:
Cagliari - Bologna - 1 - 1
Cesena - Genoa - 2 - 0
Palermo - Fiorentina - 2 - 0
Siena - Inter Milan - 0 - 1
Inter vann mikilvægan sigur Siena í ítalska boltanum
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið



Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby
Íslenski boltinn

Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna
Enski boltinn


Íþróttamaður HK til liðs við ÍA
Íslenski boltinn



Frá Skagafirði á Akranes
Körfubolti
