Philip Green, forstjóri og stærsti eigandi Arcadia, tilkynnti um það í morgun að Arcadia hygðist loka 260 verslunum á næstu þremur árum. Ástæðan er minnkandi hagnaður. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC féll hagnaður Arcadia saman um 38% milli ára, niður í 133 milljónir punda.
Green sagði í samtali við BBC að hann reiknaði með miklum tilboðum á verslunargötum í helstu stórborgum fyrir þessi jól, til þess að reyna að glæða verslun.
Arcadia rekur yfir 3.100 tískuverslunir um allan heim.
Arcadia Group lokar 260 verslunum
