Talið er að hagnaður Iceland Foods verlsunarkeðjunnar í Bretlandi muni aukast verulega milli ára. Talið er að brúttóhagnaðurinn á yfirstandandi rekstrarári sem lýkur í mars næstkomandi muni nema nær 230 milljón punda eða tæplega 46 milljarða króna.
Til samanburðar nam hagaður Iceland á síðasta rekstrarári 188 milljónum punda. Reuters fjallar um málið og þar kemur fram að þessar upplýsingar sé að finna í gögnum sem send hafa verið til áhugasamra kaupenda að keðjunni.
Ef hagnaðarmatið stenst er markaðsverð Iceland um 1,5 milljarður punda eða 277 milljarðar króna.
Iceland er í sölumeðferð skilanefnda landsbankans og Glitnis. Fyrstu tilboðin í keðjuna hljóðuðu upp á um 1,3 milljarða punda.
Hagnaður Iceland talinn verða 46 milljarðar í ár

Mest lesið

Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa
Viðskipti erlent


Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla
Viðskipti erlent

Syndis kaupir Ísskóga
Viðskipti innlent

„Þetta er ömurleg staða“
Viðskipti innlent


Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða
Viðskipti erlent

Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja
Viðskipti erlent

Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap
Viðskipti innlent

Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla
Viðskipti erlent