Sport

Heimsmeistari í lífstíðarkeppnisbann vegna lyfjanotkunar

Steve Mullings keppir ekki aftur í spretthlaupum.
Steve Mullings keppir ekki aftur í spretthlaupum. AP
Steve Mullings er síbrotamaður þegar kemur að notkun á ólöglegum lyfjum. Spretthlauparinn frá Jamaíku féll í annað sinn á ferlinum á lyfjaprófi og hefur hann nú verið úrskurðaður í lífstíðarkeppnisbann.

Mullings endaði í þriðja sæti á jamaíska meistaramótinu í júní á þessu ári og fundust vatnslosandi efni í líkama hans sem eru á bannlista. Mullings lærði ekki af þeim mistökum sem hann gerði árið 2004 þegar hann fékk tveggja ára keppnisbann vegna notkunar á steralyfjum.

Lyfjaeftirlit ólympíunefndar Jamaíku úrskurðaði hinn 28 ára gamla Mullings í lífstíðarkeppnisbann.  Mullings var í boðhlaupssveit Jamaíku sem sigraði í 4x100 metra hlaupinu á heimsmeistarmótinu í Berlín í Þýskalandi fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×