Fótbolti

Juventus á toppinn á Ítalíu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Claudio Marchisio, annar frá vinstri, fagnar með liðsfélögum sínum í dag.
Claudio Marchisio, annar frá vinstri, fagnar með liðsfélögum sínum í dag. Nordic Photos / Getty Images
Juventus komst á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag með 3-0 sigri á Palermo á heimavelli en alls er sex leikjum í deildinni lokið í dag.

Simone Pepe, Alessandro Matri og Claudio Marchisio skoruðu mörk liðsins í dag en Juventus er nú með 22 stig á toppi deildarinnar, rétt eins og Lazio, en með betra markahlutfall.

Juventus var eina liðið af efstu sex sem vann sinn leik um helgina en Roma getur reyndar skotið sér upp í fimmta sæti deildarinnar með sigri á Lecce í lokaleik helgarinnar kvöld.

AC Milan er í þriðja sætinu með 21 stig eftir að hafa gert 0-0 jafntefli við Fiorentina í gær og Udinese er í því fjórða, einnig með 21 stig. Liðið tapaði hins vegar óvænt fyrir Parma á útivelli í dag, 2-0.

Palermo er svo í fimmta sæti með sextán stig og Napoli er í því sjötta með fimmtán.

Úrslit dagsins:

Bologna - Cesena 0-1

Juventus - Palermo 3-0

Catania - Chievo 1-2

Genoa - Novara 1-0

Parma - Udinese 2-0

Siena - Atalanta 2-2




Fleiri fréttir

Sjá meira


×