Aganefnd HSÍ ætlar að taka fyrir atvik í leik í leik í fyrstu deild á dögunum og beita því sjaldgæfa úrræði að nota myndbandsupptöku sem sönnunargagn.
Eins og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í síðustu viku gerðist það í leik ÍBV og Selfoss að leikmaður Eyjamanna kýldi mótherja sinn eftir að mótherjinn hafði losað sig við boltann.
Hvorugur dómaranna sá atvikið og því benti fátt til annars en að leikmaðurinn, Davíð Þór Óskarsson slyppi án refsingar fyrir kjaftshöggið. En nú hefur aganefnd HSÍ ákveðið að taka atvikið fyrir samkvæmt heimildum Stöðvar 2.
Í reglugerð HSÍ segir að það „sé grundvallarregla að myndbandsupptökur skulu ekki notaðar við ákvörðun refsingar nema mat aganefndarinnar sé annað“ eins og raunin er nú í þessu tilfelli.
Íþróttadeild er aðeins kunnugt um að tvisvar hafi verið gripið til þessa ráðs og þá til að leiðrétta brottvísun á röngum leikmanni.
Ómögulegt er að segja hvaða refsingu Davíð á í vændum fyrir kjaftshöggið en svipað mál er á borði aganefndar sænska handboltasambandsins og samkvæmt frétt sænska ríkissjónvarpsins á viðkomandi leikmaður margra leikja bann yfir höfði sér.
Aganefnd HSÍ ætlar að nota myndirnar úr Eyjum sem sönnunargagn
Hans Steinar Bjarnason skrifar
Mest lesið


„Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“
Íslenski boltinn


Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu
Fótbolti

„Ég er mjög þreyttur“
Íslenski boltinn

„Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“
Íslenski boltinn

Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA
Körfubolti

Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum
Íslenski boltinn

Leiknir selur táning til Serbíu
Íslenski boltinn
